Hægt að nota hvaða nafn sem er

Vegna aðildar Íslands að Schengen-svæðinu er í raun hægt að koma hingað til lands undir hvaða nafni sem er þegar ferðast er til landsins frá öðrum aðildarríkjum svæðisins enda þarf í þeim tilfellum allajafna ekki að framvísa vegabréfum. Flestir koma til Íslands á heiðarlegum forsendum en vitanlega langt því frá allir. Þeir einstaklingar sem komizt hafa í kast við lögin og/eða hafa í hyggju að fremja lögbrot eru eðli málsins samkvæmt mun líklegri en aðrir til þess að gefa upp rangar upplýsingar þegar fjárfest er í flugmiðum.